hafa samband félagavefur
X

Félagar


Hljómsveitarstjóri

Oliver Kentish

Oliver Kentish fćddist í London. Hann stundađi framhaldsnám í sellóleik viđ Royal Academy of Music ţar í borg. Áriđ 1977 kom hann til Íslands til ţess ađ leika međ Sinfóníuhljómsveit Íslands. Oliver er afkastamikiđ tónskáld, međlimur í Tónskáldafélagi Íslands og er međ yfir tvö hundrađ tónverka á skrá hjá Íslensku tónverkamiđstöđinni. Verk Olivers hafa veriđ flutt víđa um Evrópu, íBandaríkjunum og í Rússlandi og eru á geisladiskum m.a. međ Helgu Ingólfsdóttur, Rúnari Óskarssyni, Duo Harpverk, Ţórarinn Stefánsson og Schola Cantorum. Oliver tók viđ S.Á. af Ingvari Jónassyni áriđ 2005.


Fiđla

Ásta Rakel Viđarsdóttir


Auđbjörg Nanna Ingvarsdóttir

félagsráđgjafi


Drífa Örvarsdóttir

Tölvunarfrćđingur

Drífa Örvarsdóttir, fiđluleikari í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, er nemi í Sálfrćđideild Háskóla Íslands. Hún hóf fiđlunám fjögurra ára í Tónskóla Sigursveins hjá Ađalheiđi Matthíasdóttur. Ţrettán ára gömul fór hún yfir í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk miđstigi ţar undir leiđsögn Svövu Bernharđsdóttur. Hún spilađi einnig međ skólahljómsveitinni í Tónlistarskóla Kópavogs í nokkur ár og tók ţátt í Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna í nokkur skipti. Drífa hefur sungiđ í kór frá unga aldri og söng međ stúlknakórnum Graduale Nobili. Hún hefur leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna frá ţví í byrjun árs 2009.


Elísabet Vala Guđmundsdóttir

Náms - og starfsráđgjafi

Elísabet Vala Guđmundsdóttir hóf fiđlunám í Tónskóla Sigursveins um níu ára aldur. Ţar stundađi hún nám fram undir tvítugt hjá ýmsum kennurum en lengst af hjá Önnu Rögnvaldsdóttur. Hún lagđi fiđluna ađ mestu á hilluna nćstu árin en hóf ađ syngja í kórum í stađinn, söng í Háskólakórnum, Kór Dalvíkurkirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammerkór Kópavogs. Síđan tók hún upp ţráđinn eftir nokkurra ára hlé og lćrđi á fiđlu í eitt ár hjá Hlíf Sigurjónsdóttur í Tónskóla Sigursveins. Elísabet spilađi fyrst međ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna haustiđ 2005 en síđan nokkuđ samfellt frá haustinu 2007. Hún lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfrćđi og kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1991 og diplómanámi í Náms- og starfsráđgjöf frá sama skóla 1995. Síđan hefur hún starfađ sem náms- og starfsráđgjafi viđ Fjölbrautaskólann í Breiđholti.


Ester Auđur Elíasdóttir


Hekla Arnardóttir

Verkfrćđingur

Ólst upp í stórum systkynahópi í Fossvoginum. Hóf fiđlunám 12 ára gömul í Nýja tónlistarskólanum hjá Ásdísi Stross og lauk 6. stigi. Eftir nám í Verslunarskólanum vann ég eitt ár í Ţýskalandi sem Au-Pair og stundađi fiđlunám hjá Elizabeth Buchberger í Frankfurt. Lćrđi Vélaverkfrćđi viđ Háskóla Íslands. Starfađi í 10 ár hjá Össuri ţar sem ég vann í ţróunardeild og síđar í Shanghai, Kína. Fór síđan til Nýsköpunarsjóđs sem er sjóđur sem fjárfestir í sprotafyrirtćkjum. Ég bý í Hafnarfirđi ásamt Magnúsi mínum og ţremur börnum.


Helga Andrésdóttir

Ţroskaţjálfi/sérkennslustjóri

Helga Andrésdóttir hóf tónlistarnám í Tónlistarskóla Keflavíkur 7 ára gömul. Fyrsta áriđ lćrđi hún á blokkflautu en hóf fiđlunám samhliđa blokkflautunámi 8 ára gömul. Síđar lćrđi hún einnig á píanó. Fiđlunáminu hélt hún síđan áfram í Nýja tónlistarskólanum og Tónlistarskóla Garđarbćjar. Međal kennara sem kennt hafa Helgu eru Árni Arinbjarnarson, Kjartan Már Kjartansson og Sean Bradley. Helga hefur spilađ í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna međ hléum frá árinu 1995. Í dag starfar Helga sem ţroskaţjálfi í Hjallastefnuleikskólanum Akri í Reykjanesbć.


Helga Ragnheiđur Óskarsdóttir

Fiđlukennari

Helga Ragnheiđur Óskarsdóttir hóf fiđlunám 8 ára í Barnamúsíkskólanum hjá Ruth Hermanns. Síđan tók viđ nám hjá Birni Ólafssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ţar tók hún lokapróf og kennarapróf. Helga hefur sótt námskeiđ víđa um heim, međal annars einn vetur hjá Paul Zukovsky í New York. Á tímabilinu 1970-1980 lék Helga međ Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún kenndi í Tónmenntaskólanum í 12 ár, lćrđi Suzuki-kennsluađferđina og hefur kennt viđ Allegro Suzukiskólann frá árinu 2000, einnig í Suzukideild Tónlistarskóla Kópavogs. Inn á milli tók hún sér hlé til ađ koma upp 5 börnum. Helga er einn af stofnfélögum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og hefur oftar en nokkur annar veriđ konsertmeistari sveitarinnar. Á ferđum sínum á Haiti spilar hún stundum međ Orchestre Philharmonic Ste, Trinité í Port au Prince, en ţangađ á hún stundum erindi sem sjálfbođaliđi í ţróunarverkefni. Heldur ţá stundum líka fiđlunámskeiđ í Tónlistarskóla St.Trinité. Helga er húmanisti og virkur friđarsinni af lífi og sál. Hún sér fyrir sér heim og ţjóđfélag ţar sem ríkir friđur og ekki er litiđ á ofbeldi sem valkost.


Hildigunnur Rúnarsdóttir

tónskáld, ađjúnkt viđ LHÍ og söngvari

Hildigunnur Rúnarsdóttir hóf tónlistarnám 7 ára gömul, sem fiđlunemandi í Tónlistarskóla Garđabćjar, og skömmu síđar í Skólakór Garđabćjar. Hún lauk prófi frá tónfrćđadeild Tónlistarskólans í Reykjavík voriđ 1989, međ tónsmíđar sem ađalgrein. Síđan nam hún tónsmíđar, hjá Professor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Helstu verk eru m.a. barnaóperan Hnetu-Jón og gullgćsin, Blandađir dansar fyrir hljómsveit, Konsert fyrir orgel strengi og slagverk og Messa í minningu Guđbrands Ţorlákssonar, fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Einnig liggur eftir hana fjöldi kórverka og sönglaga. Sumrin 1994 og 1997 voru verk Hildigunnar, Syngur sumarregn, fyrir kór og sópran sóló og Andvökunótt, fyrir kór og baritón sóló valin á geisladiska kórahátíđarinnar Europa Cantat. Verk hennar hafa veriđ flutt í Evrópu, Norđur-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Hún situr nú í stjórn Íslenskrar tónverkamiđstöđvar og Tónskáldafélags Íslands ásamt ađ sitja í listráđi Hörpu.


Hólmfríđur Ţorvaldsdóttir

Grunnskólakennari og danskennari


Jelena Kuzminova


Jónína Ţórunn Thorarensen

Hjúkrunarfrćđingur

Nám fiđluleik í átta ár hjá Helgu R Óskarsdóttur og Laufeyju Sigurđardóttur


Rannveig Anna Guđmundsdóttir


Sigríđur Helga Ţorsteinsdóttir


Víóla

Edda Rún Ólafsdóttir


Elín Björk Jónasdóttir

Veđurfrćđingur á Veđurstofu Íslands og RÚV.

Hóf tónlistarnám 5 ára í Tónlistarskólanum í Garđi, og spilađi á fiđlu frá 7 ára aldri. Skipti fiđlunni út fyrir víólu 18 ára eftir ađ hafa uppgötvađ hatur sitt á e-strengnum. Útskrifađist af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri en fór svo til náms í víóluleik og veđurfrćđi viđ Háskólann í Oklahóma ţar sem veđurfrćđin varđ ofaná.


Páll Ingvarsson

Lćknir

Páll E. Ingvarsson byrjađi ađ spila á fiđlu 10 ára gamall, hjá Friedrich Weigel viđ Kommunala Musikskolan í Västerĺs í Svíţjóđ. Eftir 3 ár flutti fjölskyldan til Gautaborgar, ţar sem hann var objekt-elev (ćfingarnemandi) hjá nemenda á kennarabraut tónlistaháskólans í Gautaborg. Ţar stundađi hann nám í ţrjú ár, í tvö ár á undanţágu samhliđa menntaskóla, en eitt ár í fullu námi 1972-1973, hjá prófessor Kenneth Freiholtz. Ađstćđur höguđu ţví svo ađ hann flutti til Íslands, hóf nám í lćknadeild Háskóla Íslands og spilađi lítiđ sem ekkert fyrir utan eitt ár í Skólahljómsveit Tónlistarskólans undir stjórn Björns Ólafssonar. Sem hérađslćknir á kandídatsári tók hann ţátt í tónlistarlífinu á Siglufirđi. Áriđ 1982 fluttist Páll ásamt fjölskyldu sinni til Gautaborgar í sérnám og til starfa viđ taugalćkningar, einkum međferđ mćnuskađađra og Parkinsonsveiki, sem varđ rannsóknarverkefni í doktorsritgerđ hans. Ţar spilađi hann međ ýmsum hópum og hljómsveitum. Tveim vikum eftir ađ hann flutti heim til Íslands aftur í október 2002, til starfa viđ Endurhćfingardeild Landspítalans ađ Grensási, byrjađi hann ađ leika međ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ţar sem hann hefur leitt 2. fiđlu af öryggi og festu ć síđan. Páll er í stjórn hljómsveitarinnar og er nótnavörđur hennar.


Sigita Siciuniene


Súsanna Friđriksdóttir

Efnaverkfrćđingur og tónlistarkennari


Selló

Anna Jórunn Stefánsdóttir

Talmeinafrćđingur

Anna Jórunn hóf tónlistarnám í Barnamúsikskólanum 10 ára gömul og lćrđi ţar fyrst á blokkflautu en síđan á bassagígju hjá dr. Heinz Edelstein. Í gígjuhljómsveit skólans spiluđu m.a. Gunnar Kvaran, Gunnar Björnsson og Leifur Benediktsson. Stundađi síđan nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík í sellóleik hjá Einari Vigfússyni, píanóleik hjá Gísla Magnússyni og söng hjá Engel Lund. Útskrifađist úr tónmenntakennaradeild (sem ţá hét söngkennaradeild) Tónlistarskólans og starfađi viđ tónmenntakennslu viđ Grunnskólann í Hveragerđi um árabil. Síđar stundađi hún nám í sérkennslufrćđum viđ KHÍ og talmeinafrćđi í Osló. Anna Jórunn hefur sungiđ í kórum frá unglingsaldri. Var ein af stofnendum Pólýfónkórsins og starfađi ţar í mörg ár, hefur sungiđ í Kirkjukór Hveragerđis- og Kotstrandarsókna frá árinu 1974 og einnig í Söngsveit Hveragerđis í nokkur ár. Er reyndar enn viđlođandi Söngsveitina, en ţađ er dálítđ erfitt ţar sem Söngsveitin ćfir á ţriđjudagskvöldum! Sumariđ 2000 fór hún á tónleika hjá Sveiflukvartettinum á Gömlu Borg í Grímsnesi og hitti ţar sinn gamla félaga Leif Benediktsson, sem spilađi á bassa međ kvartettinum. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ ţađ skrifast algerlega á hans reikning ađ hún hefur spilađ á selló međ SÁ frá hausti 2000.


Páll Einarsson

Prófessor í jarđeđlisfrćđi viđ HÍ

Páll Einarsson stundađi tónlistarnám í Barnamúsíkskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík 1955-1967 og voru ađalkennarar hans Einar Vigfússon sellóleikari og Jón Ţórarinsson tónskáld. Ţá tók viđ háskólanám í eđlisfrćđi og jarđeđlisfrćđi, bćđi í Ţýskalandi og Bandaríkjunum. Páll er nú prófessor í jarđeđlisfrćđi viđ Háskóla Íslands og stundar rannsóknir á jarđskorpuhreyfingum, jarđskjálftum og eldvirkni. Jafnframt kennslu og vísindastörfum hefur hann stundađ tónlist, ýmist sem sellóleikari, bassaleikari eđa útsetjari. Hann var einn af stofnfélögum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna áriđ 1990 og hefur veriđ formađur stjórnar hennar frá upphafi. Nánari upplýsingar er ađ finna á vefsíđunni http://www.raunvis.hi.is/~palli/


Sandra Ó. Snćbjörnsdóttir


Valdís G. Gregory


Bassi

Kjartan Guđnason

Kjartan Guđnason er verkefnastjóri hjá Geislavörnum ríkisins. Eftirlćtistónskáld hans eru J. S. Bach og Frank Zappa. Kjartan fór ungur ađ sýsla viđ tónlist en hóf ekki eiginlegt tónlistarnám fyrr en ađ loknu stúdentsprófi. Ţá tók hann til viđ ađ lćra á kontrabassa hjá Jóni bassa, hélt síđan til frekara náms í Ţýskalandi og starfađi ţar međ ýmsum hljómsveitum. Hann hefur leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna frá árinu 1996 og er gjaldkeri í stjórn hennar.


Flauta

Bolli Ţórsson


Kristrún Helga Björnsdóttir

Kristrún Helga Björnsdóttir hóf tónlistarnám hjá Barnalúđrasveit Reykjavíkur. Eftir viđkomu í Tónlistarskóla Ísafjarđar lauk hún námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík međ blásarakennaraprófi voriđ 1987. Hún hefur ađ mestu starfađ sem tónlistarkennari síđan. Kristrún hefur leikiđ í ýmsum hljómsveitum og kammerhópum. Má ţar nefna Kammersveit Vestfjarđa, Lúđrasveit Verkalýđsins, Blásarasveit Reykjavíkur, Kawal- kvartettinn og Íslenska flautukórinn. Undanfarin 10 ár hefur hún veriđ leiđandi flautuleikari hér í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.


Óbó

Guđrún Másdóttir

Tölvunarfrćđingur

Guđrún hóf ađ lćra á óbó í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 14 ára ađ aldri og lauk ţađan fullnađarprófi áriđ 1992 undir handleiđslu Dađa Kolbeinssonar. Hún sótti nćr öll námskeiđ Sinfóníuhljómsveitar ćskunnar undir stjórn Paul Zukovsky á árunum 1985-1991 og hefur nokkrum sinnum leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit Íslands.


Sverrir Guđmundsson

Blásturshljóđfćraviđgerđarmađur og glerblásari

Sverrir Guđmundsson stundađi tónlistarnám frá 6 ára aldri til tvítugs. Tólf ára gamall hóf hann ađ lćra á óbó hjá Kristjáni Stephensen í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Síđar tók viđ nám í blásarakennaradeild skólans. Hann fór síđan til London til náms í hljóđfćrasmíđi og viđgerđum 1982-85 og hefur unniđ viđ blásturshljóđfćraviđgerđir síđan. Á námsárunum í Reykjavík og London lék Sverrir í fjölmörgum hljómsveitum, mest á óbó en einnig á saxófóna. Má ţar nefna Svaninn, Trómet, Farrington Orchestra, Merton Technical College Big Band og einnig Dixieland-hljómsveit skólans, Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitina og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í London komst hann í tćri viđ kórsöng og eftir heimkomuna söng hann í Mótettukór Hallgrímskirkju í 15 ár. Síđan haustiđ 2001 hefur Sverrir leikiđ reglulega međ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.


Klarinett

Fagott

Emilía Rán Benediktsdóttir


Kaho Terazono


Trompet

Steinar Matthías Kristinsson

Steinar Matthias Kristinsson hóf nám á trompet ţegar hann var 9 ára. Hans fyrsti kennari var Eiríkur Örn Pálsson. Hann hélt áfram námi undir leiđsögn Kára Einarssonar viđ Tónlistarskóla Seltjarnarness og lék međ Lúđrasveit Seltjarnarness frá 1993 til 1998. Ađ ţví loknu tók viđ nám í Tónlistarskólanum í Reykjavik frá 1999 til 2006 og lauk hann burtfararprófi ţađan. Síđan lá leiđin til Bandaríkjanna til frekara náms í 2 ár viđ Boston Conservatory of Music undir handleiđslu Steven Emery og útskrifađist hann ţađan í maí 2008. Steinar hefur leikiđ međ Sinfóniuhljómsveit Íslands, Boston Conservatory Symphony Orchestra, Boston University Symphony Orchestra, Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Málmblásarasveit Reykjavíkur, Lúđrasveit Verkalýđsins og öđrum tónlistarhópum. Hann hefur tekiđ ţátt í meistaranámskeiđum hjá frćgum trompetleikurum svo sem Ole Edvard Antonssen frá Noregi, Ben Wright trompetleikara Boston Sinfóníunnar og Stephen Burns. Steinar kennir nú viđ Tónlistarskóla Reykjanesbćjar, Tónlistarskóla Garđabćjar og Tónmenntaskóla Reykjavíkur.


Horn

Erna Ómarsdóttir


Torfi Ţór Gunnarsson

Tölvunarfrćđingur


Básúna

Túba

Finnbogi Óskarsson

Efnafrćđingur hjá Íslenskum orkurannsóknum

Finnbogi Óskarsson lauk 7. stigi í túbuleik frá Tónlistarskóla Hafnarfjarđar voriđ 1999. Hann hefur leikiđ međ Lúđrasveit Hafnarfjarđar frá árinu 1995 en einnig međ öđrum hljómsveitum og hópum eftir ţörfum, m.a. Lúđrasveitinni Svani, Brasskvintett Norđurlands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveitinni Ísafold, málmblásarakórunum Serpent og Bucinae boreales - og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, en ţar lék hann fyrst voriđ 2003. Finnbogi lauk meistaraprófi í eđlisefnafrćđi frá Háskóla Íslands áriđ 2003 og starfar sem efnafrćđingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er á facebook!