Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Í hljómsveitinni leika hljóðfæraleikarar sem flestir hafa atvinnu af öðru. Hún er einnig vettvangur nemenda og tónlistarkennara til að iðka tónlist. Hljómsveitina skipa að jafnaði 40-60 manns, en miklu fleiri hafa leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Starfið er ólaunað. Fjöldi þekktra, íslenskra einleikara og einsöngvara hefur komið fram með hljómsveitinni og hún hefur átt samstarf við marga kóra. Sveitin heldur 5-7 tónleika á ári, en auk þess kemur hljómsveitin fram við ýmis tækifæri. Hljómsveitin hefur gefið út þrjá hljómdiska með leik sínum og einnig tekið þátt í gerð kvikmynda. Aðalstjórnandi og listrænn leiðtogi hin síðari ár er Oliver Kentish.
Starfsárið er frá september til maí. Æft er á þriðjudagskvöldum í Seltjarnarneskirkju frá 19:30 - 22:00. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt máttu endilega hafa samband
Nína Margrét Grímsdóttir leikur einleik á píanó
Aðgangseyrir:
Samstarf Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna
Aðgangseyrir:
Samstarf Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og Kammerkórs Seltjarnarneskirkju
Aðgangseyrir:
Starf/menntun: Læknir
Tónlistarnám: Byrjaði að spila á fiðlu 10 ára gamall, hjá Friedrich Weigel við Kommunala Musikskolan í Västerås í Svíþjóð. Eftir 3 ár flutti fjölskyldan til Gautaborgar, þar sem hann var objekt-elev (æfingarnemandi) hjá nemenda á kennarabraut tónlistaháskólans í Gautaborg. Þar stundaði hann nám í þrjú ár, í tvö ár á undanþágu samhliða menntaskóla, en eitt ár í fullu námi 1972-1973, hjá prófessor Kenneth Freiholtz.
Með SÁ síðan: 2002
Starf/menntun: Tölvunarfræðingur
Tónlistarnám: Hóf fiðlunám fjögurra ára gömul í Tónskóla Sigursveins hjá Aðalheiði Mattíasdóttur. Lauk miðstigi frá Tónlistarskóla Kópavogs.
Með SÁ síðan: 2009
Starf/menntun: Blásturshljóðfæraviðgerðarmaður og glerblásari
Tónlistarnám: Barnamúsíkskólinn, síðan 8 ár í Tónlistarskólanum í Reykjavík; óbó og blásarakennaradeild.
Með SÁ síðan: Þindarlaust síðan 2001
Langi þig að taka þátt eða hafir einhverjar spurningar
Æfingar fara fram í Seltjarnarneskirkju.