Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Í hljómsveitinni leika hljóðfæraleikarar sem flestir hafa atvinnu af öðru. Hún er einnig vettvangur nemenda og tónlistarkennara til að iðka tónlist. Hljómsveitina skipa að jafnaði 40-60 manns, en miklu fleiri hafa leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Starfið er ólaunað. Fjöldi þekktra, íslenskra einleikara og einsöngvara hefur komið fram með hljómsveitinni og hún hefur átt samstarf við marga kóra. Sveitin heldur 5-7 tónleika á ári, en auk þess kemur hljómsveitin fram við ýmis tækifæri. Hljómsveitin hefur gefið út þrjá hljómdiska með leik sínum og einnig tekið þátt í gerð kvikmynda. Aðalstjórnandi og listrænn leiðtogi hin síðari ár er Oliver Kentish.
Starfsárið er frá september til maí. Æft er á þriðjudagskvöldum í Seltjarnarneskirkju frá 19:30 - 22:00. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt máttu endilega hafa samband
Fyrstu tónleikar á nýju starfsári. Ragnar Jónsson leikur einleik á selló
Aðgangseyrir: Aðgangur er ókeypis en gestum er heimilt að styðja við starf hljómsveitarinnar með frjálsum framlögum inn á reikning 4704972469-0137-05-18182
Erna Vala Arnardóttir leikur einleik á píanó
Aðgangseyrir:
Valdir þátttakendur í Nótunni 2023 leika einleik með SÁ
Aðgangseyrir:
Starf/menntun: Talmeinafræðingur
Tónlistarnám: Byrjaði 10 ára í Barnamúsikskólanum. Síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík, píanó, selló og söngur.
Með SÁ síðan: 2000
Starf/menntun: tónskáld, aðjúnkt við LHÍ og söngvari
Tónlistarnám: Hildigunnur stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík með tónsmíðar sem aðalgrein og lauk þaðan prófi vorið 1989. Síðan nam hún tónsmíðar, hjá Professor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Hildigunnur starfar nú við tónsmíðar, kennslu og söng í Reykjavík ásamt því að sitja í stjórn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar.
Með SÁ síðan: 1993
Starf/menntun: Prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ
Tónlistarnám: Nám í sellóleik og hljómfræði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1957-1967.
Með SÁ síðan: 1990
Langi þig að taka þátt eða hafir einhverjar spurningar
Æfingar fara fram í Seltjarnarneskirkju.