Tónleikar Hljómsveitarstjóri Flutt verk Einleikarar Um SÁ
boat

Oh snap! We just showed you a modal..

Because we can

Cool huh? Ok, enough teasing around..

Go to our W3.CSS Tutorial to learn more!


SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÁHUGAMANNA

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

Um hljómsveitina

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Í hljómsveitinni leika hljóðfæraleikarar sem flestir hafa atvinnu af öðru. Hún er einnig vettvangur nemenda og tónlistarkennara til að iðka tónlist. Hljómsveitina skipa að jafnaði 40-60 manns, en miklu fleiri hafa leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Starfið er ólaunað. Fjöldi þekktra, íslenskra einleikara og einsöngvara hefur komið fram með hljómsveitinni og hún hefur átt samstarf við marga kóra. Sveitin heldur 5-7 tónleika á ári, en auk þess kemur hljómsveitin fram við ýmis tækifæri. Hljómsveitin hefur gefið út þrjá hljómdiska með leik sínum og einnig tekið þátt í gerð kvikmynda. Aðalstjórnandi og listrænn leiðtogi hin síðari ár er Oliver Kentish.

 

Starfið

Starfsárið er frá september til maí. Æft er á þriðjudagskvöldum í Seltjarnarneskirkju frá 19:30 - 22:00. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt máttu endilega hafa samband

Tónleikar framundan

SÁ og Nótan

Seltjarnarneskirkja þann 23.nóvember 2024 klukkan 16:00

Aðgangseyrir:

SÁ og Kammerkór Seltjarnarneskirkju

Seltjarnarneskirkja þann 15.febrúar 2025 klukkan 16:00

Samstarf Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

Aðgangseyrir:

Bach H-moll messan

Neskirkja þann 05.apríl 2025 klukkan 16:00

H-moll messa Bach með kór Neskirkju.

Aðgangseyrir:

Hljómsveitin kynnir sig

Páll Ingvarsson

Hljóðfæri: víóla

Starf/menntun: Læknir

Tónlistarnám: Byrjaði að spila á fiðlu 10 ára gamall, hjá Friedrich Weigel við Kommunala Musikskolan í Västerås í Svíþjóð. Eftir 3 ár flutti fjölskyldan til Gautaborgar, þar sem hann var objekt-elev (æfingarnemandi) hjá nemenda á kennarabraut tónlistaháskólans í Gautaborg. Þar stundaði hann nám í þrjú ár, í tvö ár á undanþágu samhliða menntaskóla, en eitt ár í fullu námi 1972-1973, hjá prófessor Kenneth Freiholtz.

Með SÁ síðan: 2002

Drífa Örvarsdóttir

Hljóðfæri: fiðla

Starf/menntun: Tölvunarfræðingur

Tónlistarnám: Hóf fiðlunám fjögurra ára gömul í Tónskóla Sigursveins hjá Aðalheiði Mattíasdóttur. Lauk miðstigi frá Tónlistarskóla Kópavogs.

Með SÁ síðan: 2009

Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hljóðfæri: fiðla

Starf/menntun: tónskáld, aðjúnkt við LHÍ og söngvari

Tónlistarnám: Hildigunnur stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík með tónsmíðar sem aðalgrein og lauk þaðan prófi vorið 1989. Síðan nam hún tónsmíðar, hjá Professor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Hildigunnur starfar nú við tónsmíðar, kennslu og söng í Reykjavík ásamt því að sitja í stjórn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar.

Með SÁ síðan: 1993

Hafðu samband

Langi þig að taka þátt eða hafir einhverjar spurningar

Æfingar fara fram í Seltjarnarneskirkju.